Skilmálar
Almennir skilmálar
Snuningslak.is áskilur sér rétt til þess að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga. Einnig að breyta verðum í vefverslun eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.
Afhending snúningslaks
Allar pantanir eru sendar með Póstinum og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Póstsins um afhendingu vörunnar. Snuningslak.is ber samkvæmt þessu ekki ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Snuningslak.is og þar til hún berst viðtakanda er tjónið á ábyrgð flutningsaðila. Vinsamlegast hafið samband ef þetta gerist, við leysum úr málinu.
Pantanir eru sendar tvisvar til þrisvar sinnum í hverri viku.
Kaupandi greiðir engan sendingarkostnað.
Skilafrestur / endurgreiðsla
Kaupandi hefur 21 dag til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent Póstinum.
Gallaðar vörur eru endurgreiddar eða skipt út fyrir nýjar innan sömu tímamarka.
Skattar og gjöld
Öll verð í netversluninni eru með Vsk. og reikningar eru gefnir út með Vsk.
Trúnaður og vernd persónuupplýsinga
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 96/1992 byrja að líða móttaka vöru á sér stað. Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur.
Nordic Dynamic ehf.
kt. 580711-0810
Fífusel 7, 109 Reykjavík (ath. ekki verslun)
Framkvæmdastjóri: Lilja Þorsteinsdóttir
s: 860-5989