Snoozle snúningslak

Auðveldar þér að snúa þér í rúminu.

Frí heimsending.

Hvers vegna snúningslak?

Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að fólk á erfitt með að snúa sér eða setjast upp í rúminu og þá kemur snúningslakið frá Snoozle til bjargar. Óléttar konur, gigtveikir, bakveikir, fólk sem er að jafna sig eftir aðgerðir eða aðrir sem eiga í erfiðleikum með hliðarhreyfinguna hafa mikið gagn af snúningslaki og hrósa því óspart. Hreyfingin í rúminu krefst minni áreynslu með snúningslaki og þess vegna finnur fólk oft minna fyrir verkjum og óþægindum. Langflestir viðskiptavina okkar segjast sofa betur, vakna úthvíldari og mæla með snúningslakinu.